Lögreglan í Þýskalandi er að rannsaka árás sem Niklas-Wilson Sommer leikmaður Nurnberg varð fyrir á heimili sínu.
Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan heimili Sommer, ástæðan var sú að hann hafði birt mynd af sér í treyju FC Bayern.
Stuðningsmenn Nurnberg eru ekki sáttir með það og mættu með borða á heimaleik liðsins á laugardag. „Stolt félagsins frekar að birta svona mynd af sér, Niklas Wilson þú ert drasl eins og Bayern,“ stóð á einum þeirra.
„Wilson, drullastu burtu Bayern svínið þitt,“ stóð á öðrum.
Hópur stuðningsmanna mætti svo fyrir utan heimili hans á laugardagskvöld og var þar í nokkrar klukkustundir. Það endaði með því að þeir réðust á hann og lömdu hann.
Félagið fordæmir þessa árás og segir hegðun stuðningsmanna óafsakanlega en Sommer hefur birt myndir af áverkum sínum.