Miðjumaðurinn Davy Klaassen er búinn að krota undir samning við Ajax í þriðja sinn en frá þessu var greint í gær.
Um er að ræða 31 árs gamlan Hollending sem hefur spilað 41 landsleik og skorað í þeim tíu mörk.
Klaassen lék með Ajax frá 2004 til 2017 en hélt svo til Everton í eitt ár þar sem hlutirnir gengu alls ekki upp.
Seinna fór Klaassen til Werder bremen og stóð sig ágætlega og var fenginn aftur til Ajax tveimur árum síðar.
Eftir þrjú ár þar samdi Klaassen við Intter Milan og lék þar í aðeins eitt tímabil og stóðst ekki væntingar.
Hann hefur nú gert eins árs samning við Ajax með möguleika á eins árs framlengingu.