Það var gleði og glaumur hjá CBS í Bandaríkjunum í gær þegar deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu fór af stað.
Stöðin ætlar svo sannarlega að gefa í þetta árið þegar kemur að umfjöllun og samið hefur verið við David Beckham.
Það kom Micah Richards, Thierry Henry og Jamie Carragher í opna skjöldu þegar Beckham var kynntur til leiks.
Fyrst héldu þeir að hann væri að mæta í spjall í gegnum fjarfundarbúnað en svo var ekki.
Kate Abdo sem er afar vinsæl í starfi sínu stýrir þáttunum en Beckham mun koma að umfjöllun um Meistaradeildina.
Atvikið má sjá hér að neðan.
"YOU STILL SMELL LOVELY!" 😂@MicahRichards and the #UCLToday crew got the ultimate in-studio surprise 😱 pic.twitter.com/RqArwcOui3
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) September 17, 2024