Það var allt á suðupunkti í leik Birmingham og Wrexham í þriðju efstu deild Englands í gær þar sem Tom Brady var mættur til leiks.
Tom Brady er einn af eigendum Birmingham en Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu í 3-1 sigri.
Alfons Sampsted byrjaði á meðal varamanna en kom við sögu síðasta hálftímann.
Þar sauð allt upp úr en Paul Mullin sóknarmaður Wrexham ákvað þá að narta í leikmann Birmingham og náðist það á myndband.
Atvikið má sjá hér að neðan
PAUL MULLIN WENT TO BITE HIM?!🤯
He definitely remembered there were cameras…😳 #bcfc #wxmafc pic.twitter.com/K0YA4yKb0G
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 16, 2024