Anthony Taylor dómari í ensku úrvalsdeildinni fær ekki verkefni næstu helgi eftir að hafa sett met í spjöldum um liðna helgi.
Taylor dæmdi leik Bournemouth og Chelsea þar sem hann reif gula spjaldið upp 16 sinnum.
Taylor spjaldaði fjórtán leikmenn og tvo á hliðarlínunni, nýtt met í ensku deildinni.
Flestum þótti leikurinn ekkert sérstaklega grófur en Taylor fær refsingu fyrir spjaldagleði sína.
Taylor er í hópi fremstu dómara Englands en fær hvíldina um helgina eftir að hafa rifið upp gula spjaldið sextán sinnum.