Lögreglan í Suður Kóreu hefur hafið rannsókn á hegðun Jesse Lingard þar í landi en ljóst er að mörgum þykir ástæðan frekar furðuleg.
Lingard birti myndband af sér á Snapchat sem hann eyddi síðar, þar keyrði hann um á rafhlaupahjóli.
Lingard er ekki með réttindi til að aka slíku tæki í miðborg Seoul og var heldur ekki með öryggisbúnað.
Reglur í Suður-Kóreu kveða á um að nota skuli hjálm á rafhlaupahjóli og ætlar lögreglan að skoða málið.
Lingard hefur spilað í Suður-Kóreu síðasta árið en lögreglan ætlar að kafa ofan í þetta mál.
Lingard lék áður með Manchester United og Nottingham Forest áður en hann hélt til Kóreu.