Manchester United fór á kostum í deildabikarnum í kvöld er liðið spilaði við Barnsley á Old Trafford.
United skoraði heil sjö mörk á heimavelli en það voru þrír leikmenn sem skoruðu tvennu.
Marcus Rashford, Alejandro Garnacho og Christian Eriksen skoruðu allir tvö en Antony gerði það annað úr vítaspyrnu.
Tvö önnur úrvalsdeildarlið tryggðu sæti sitt í næstu umferð en einn leikur er enn í gangi.
Southampton lagði Everton í vítakeppni og Crystal Palace vann þá lið Queens Park Rangers, 2-1.