Robin van Persie þjálfari Heerenveen í Hollandi er eflaust ansi lítill í sér þessa dagana eftir að liðið hans var rassskellt um helgina.
Van Persie tók við Heerenveen í sumar en um helgina tapaði liðið hans 9-1 gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni.
Heerenveen er með fjögur stig eftir fjóra leiki og nokkur pressa komin á Van Persie í starfi.
Um er að ræða fyrsta starf Van Persie í meistaraflokki en hann átti magnaðan feril sem leikmaður.
Van Persie lék með Arsenal og Manchester United á ferli sínum en nú reynir hann fyrir sér sem þjálfari.