Einn stærsti tekjustofn félaga í ensku úrvalsdeildinni er samningur um búninga, hver framleiðir þá og auglýsingar framan á þeim.
Manchester United hefur nokkra yfirburði þar en Adidas greiðir United 90 milljónir punda á tímabili til að framleiða treyjurnar.
Styrktaraðilinn borgar svo United 60 milljónir punda framan á treyjuna og auka 20 milljónir punda á tímabili fyrir auglýsingar á erminni.
United fær 20 milljónum punda meira en Manchester City á hverju tímabili og talsvert meira en Liverpool og Arsenal.
Chelsea er ekki með neina auglýsingu framan á búningum sínum og verða af miklum fjármunum þar.
Ipswich sem eru nýliðar í deildinni eru svo með 6 milljónir punda í heildargreiðslur og munurinn á þeim stærstu og minnstu því ansi mikill.