Ef marka má Ofurtölvuna geðþekku mun Manchester City hreinlega rúlla yfir ensku deildina og það fimmta árið í röð.
City mun enda með 92 stig og verður Arsenal sex stigum á eftir þeim. Ofurtölvan spáir því að Chelsea endi fyrir ofan Liverpool.
Hörmungar Manchester United halda svo áfram ef marka má tölvuna sem spáir liðinu áttunda sæti deildarinnar.
Fjórar umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni en svona spáir Ofurtölvan því að hlutirnir fari.