Inter Milan vonast eftir því að semja við Jonathan David framherja Lille í janúar og fá hann frítt næsta sumar.
David er frá Kanada en hann hefur verið öflugur í Frakklandi og raðað inn mörkum.
Manchester United hefur sýnt David áhuga en nú ætlar David Beckham sér að krækja í kappann.
Inter Miami er einn flottasti klúbburinn í MLS deildinni en þar eru Lionel Messi og Luis Suarez allt í öllu.
David er 24 ára gamall og vill Inter Miami fara að reyna að krækja í unga og öfluga leikmenn.