Alisson, markvörður Liverpool, skaut létt á Nottingham Forest í gær eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Forest kom öllum á óvart og vann Liverpool 1-0 á Anfield þar sem Callum Hudson Odoi skoraði eina markið.
Liverpool var mun sterkari aðilinn en Alisson segir að Forest hafi ekki viljað sækja í viðureigninni og horfði aðeins á að verja þau stig sem voru í boði.
,,Það var leiðinlegt að tapa þessu, að missa stig á heimavelli er ekki gott en á sama tíma þá vildi andstæðingurinn bara verjast og senda fram langa bolta,“ sagði Alisson.
,,Við gáfum þeim of auðveld tækifæri og vorum ekki sannfærandi varnarlega. Við náðum ekki að skapa of mikið, það vantaði upp á gæðin og orkuna.“
,,Þetta eru óþarfa þrjú stig sem við erum að tapa hérna. Þeir vörðust vel og fórnuðu sér fyrir alla bolta.“