Harry Kane skoraði þrennu í sigri Bayern Munchen í gær er liðið hafði betur sannfærandi gegn Holstein Kiel, 6-1.
Kane er nú búinn að taka beinan þátt í 50 mörkum í efstu deild Þýskalands eftir að hafa komið þangað í fyrra frá Tottenham.
Kane hefur skorað 40 mörk í 35 leikjum og hefur lagt upp önnur tíu sem er í raun sturlaður árangur.
Englendingurinn bætti met Erling Haaland sem lék með Dortmund um tíma en hann er í dag hjá Manchester City.
Kane fékk að sjálfsögðu að taka boltann heim eftir sigurinn í gær en þetta er svo sannarlega ekki fyrsti boltinn sem hann fær eftir leik.