Orri Steinn Óskarsson kom inná sem varamaður gegn Real Madrid í kvöld en leikið var í La Liga.
Orri samdi við lið Real Sociedad í sumar en hann byrjaði þessa viðureign á bekknum.
Landsliðsmaðurinn kom inná á 63. mínútu en staðan var þá 1-0 fyrir gestunum frá Madríd.
Real átti eftir að bæta við öðru marki og vann að lokum 2-0 sigur og er í öðru sæti eftir fimm leiki.
Bæði mörk Real komu af vítapunktinum en Vinicius Junior og Kylian Mbappe sáu um að skora.