Jobe Bellingham, bróðir Jude Bellingham, skaut létt á bróður sinn í YouTube þáttaröð sem er nú að vekja mikla athygli.
Þessi þáttaröð er sýnd á YouTube rás Jude sem leikur með Real Madrid og er einn besti miðjumaður heims.
Jobe er yngri bróðir Jude en hann spilar með Sunderland og þarf að sætta sig við að búa án móður sinnar þessa dagana.
Ástæðan er sú að Jude er víst ‘gagnslaus’ þegar kemur að lífinu utan vallar og þarf mikið á hjálp móður sinnar að halda á Spáni.
,,Ef Jude myndi kannski læra að elda og keyra þá gæti mamma komið heim og búið með mér,“ sagði Jobe.
,,Nei nei, hann er gagnslaus svo ég þarf bara að taka þessu er það ekki?“