Arsenal var tilbúið að brjóta heimsmet í sumar er liðið eltist við miðjumanninn öfluga Keira Walsh sem leikur með Barcelona.
Þetta fullyrða spænskir miðlar en Walsh er ein besta fótboltakona heims og hefur spilað með Barcelona frá 2022.
Hún er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Börsunga en hún er ensk og spilaði áður með Manchester City.
Arsenal var tilbúið að borga 1,1 milljón evra fyrir Welsh í sumar sem hefði gert hana að dýrasta kvenmanni sögunnar.
Welsh ku sjálf hafa áhuga á að snúa aftur heim en þrátt fyrir fjárhagsvandræði Börsunga þá hafnaði félagið boðinu.
Það er ansi áhugaverð ákvörðun þar sem samningur Welsh rennur út 2025 og má hún því fara frítt á næsta ári.