Arne Slot stjóri Liverpool ætlar að taka stöðuna á því í dag hvort Federico Chiesa komist í hóp um helgina.
Chiesa var keyptur frá Juventus undir lok félagaskiptagluggans en var ekki í hóp í fyrsta leik gegn Manchester United.
Liverpool mætir Brentford um helgina en Slot er ekki öruggur á því að setja Chiesa inn í hópinn.
„Chiesa hefur æft þrisvar eða fjórum sinnum með okkur, sjáum hvernig hann stendur sig í dag áður en við tökum ákvörðun,“ sagði Slot.
„Við erum með meira en 20 leikmenn,“ segir Slot fyrir leikinn gegn Brentford á morgun.