Hinn 23 ára gamli Cesar Huerta var sannfærður um það að hann myndi ganga í raðir Liverpool í sumarglugganum.
Huerta er vængmaður frá Mexíkó en hann leikur með Pumas í heimalandinu og á að baki 11 landsleiki.
Liverpool sýndi Huerta mikinn áhuga í glugganum en ákvað að lokum að semja ekki við strákinn sem er enn í heimalandinu.
Huerta var búinn að pakka í töskur og til í að flytja til Liverpool áður en félagaskiptin féllu niður.
,,Ég var búinn að pakka í töskur en þetta gekk ekki upp að lokum – það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Huerta.
,,Ég legg mig 100 prósent fram með Pumas og veit að ef ég held áfram sama striki þá mun tækifærið gefast.“