Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Manchester United átt í viðræðum við Adrien Rabiot á síðustu dögum.
Rabiot er samningslaus en hann ákvað að fara frá Juventus í sumar og hefur ekki fundið sér félag.
Rabiot er franskur landsliðsmaður sem hefur verið orðaður við United í nokkur ár.
Launakröfur miðjumannsins hafa lækkað talsvert undanfarið og því er United farið að skoða það að semja við hann.
Ef Rabiot ætlar sér að snúa aftur í franska landsliðið þarf hann að finna sér lið sem fyrst en nokkur lið eru sögð horfa til hans.
🚨 BREAKING:
Manchester United have held discussions with Adrien Rabiot in recent days. United have a better relationship with the player’s agent because the salary demands have decreased. #MUFC [@KamalGozo, @Santi_J_FM] pic.twitter.com/RqCHrK6oto
— mufcmpb (@mufcMPB) September 12, 2024