Erik ten Hag gefur lítið fyrir gagnrýni Cristiano Ronaldo og segir skoðun hans engu skipta, hann sé langt í burtu í Sádí Arabíu. Það andar köldu á milli Ronaldo og Ten Hag eftir að hollenski stjórinn henti Ronaldo burt frá United undir lok árs 2022.
Ten Hag hefur undanfarið rætt að United sé langt frá því að geta farið að berjast um sigur í deild og Meistaradeildar.
„Manchester United, þarf að endurbyggja allt upp á nýtt að mínu mati. Þjálfarinn, segir að liðið geti ekki unnið neitt. Stjóri Manchester United getur ekki sagt þannig hluti,“ sagði Ronaldo.
„Þú verður að hafa hugarfarið, þú ert kannski ekki með besta liðið en þú verður að trúa því að þú setjir allt í hlutina og reynir.“
Ten Hag lætur þetta ekkert á sig fá. „Hann sagði að United gæti ekki unnið deildina, nei hann sagði það ef þú lest allt viðtalið,“ sagði Ten Hag á fréttamannafundi í gær.
„Hann er langt í burtu í Sádí Arabíu, langt frá Manchester. Það geta allir haft sína skoðun, það er í lagi.“