Erik ten Hag hefur enn bullandi trú á miðjumanninum Casemiro leikur undir hans stjórn hjá Manchester United.
Casemiro var ekki heillandi á síðustu leiktíð og var í raun hræðilegur í síðasta deildarleik gegn Liverpool.
Ten Hag ætlar þó að nota Casemiro ef hann er til taks og trúir því að hann eigi nóg inni og muni sanna það í komandi leikjum.
,,Við þurfum klárlega á Casemiro að halda. Allir geta átt slæman dag í vinnunni,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er reynslumikill og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur þurft að takast á við slíka stöðu.“
,,Lífið fer upp og niður og hann veit hvernig á að glíma við þetta.“