Erling Haaland framherji Manchester City og Fabian Hurzeler stjóri Brighton sköruðu fram úr í enska boltanum í ágúst og voru valdir bestir.
Enska úrvalsdeildin greindi frá þessu í dag.
Haaland skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og hefur farið á kostum.
Hurzeler sótti sjö stig með Brighton í fyrstu leikjunum sínum í enska boltanum.
Þessi 31 árs gamli stjóri er að hefja vegferð sína á Englandi og vann Everton og Manchester United og gerði jafntefli við Arsenal.