Mikel Arteta stjóri Arsenal útilokar ekki að Martin Odegaard verði með liðinu gegn Tottenham á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.
Odegaard virtist meiðast illa á ökkla í landsleik með Noregi í vikunni.
Læknir norska landsliðsins sagði þá að Odegaard yrði alltaf frá í þrjár vikur hið minssta.
Annar tónn er í Arteta. „Við verðum að gera fleiri próf á honum, sjáum hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Arteta fyrir leikinn á sunnudag.
„Við sjáum þetta kannski seinna í dag, við sjáum hversu fljótt hann getur komið aftur. Martin vill vera hérna alla daga og vera með.“
„Ég læt lækna um þetta, hann vill spila alla leiki. Við verðum að sjá hversu gott ástandið er.“