fbpx
Föstudagur 04.október 2024
433Sport

Albert neitaði sök þegar hann gekk inn í dómsal í morgun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 10:23

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu neitaði sök þegar hann gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Morgunblaðið segir frá þessu.

Albert er mættur til Íslands til svara til saka, hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á íslenskri konu fyrir rúmu ári síðan.

Albert gekk inn í dómsal í morgun og samkvæmt Morgunblaðinu sagðist hann neita sök þegar hann gekk inn. Þinghaldið er lokað og því geta fjölmiðlar eða almenningur ekki fyglst með framgöngu málsins.

Ung kona kærði Albert til lögreglu fyrir kynferðisbrot sumarið 2023. Eftir að rannsókn lögreglu lauk var málið sent til héraðssaksóknara. Í febrúar á þessu ári ákvað héraðssaksóknari að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir héraðssaksóknara að ákæra í málinu.

Albert hefur neitað sök í málinu en á meðan málið er í ferli banna reglur KSÍ honum að spila fyrir íslenska landsliðið.

Albert gekk í raðir Fiorentina í sumar á láni frá Genoa en Fiorentina getur keypt Albert næsta sumar og er talið að það muni á endanum ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer Garnacho frá Untied? – Sagður eiga í stríði við Ten Hag og tvö stórlið vilja fá hann

Fer Garnacho frá Untied? – Sagður eiga í stríði við Ten Hag og tvö stórlið vilja fá hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool með augastað á arftaka Mo Salah

Liverpool með augastað á arftaka Mo Salah
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Andri Lucas lagði upp á Stamford Bridge – Albert og Gummi Tóta í sigurliði

Andri Lucas lagði upp á Stamford Bridge – Albert og Gummi Tóta í sigurliði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Brjálaður eftir að bæjarstjórinn lét alla vita hvar hann ætti heima – Er fluttur af ótta við öryggi barnanna sinna

Brjálaður eftir að bæjarstjórinn lét alla vita hvar hann ætti heima – Er fluttur af ótta við öryggi barnanna sinna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendi þessi seiðandi skilaboð á 15 konur á sama tíma – Allt komst upp og fékk hann nafnið SMS-kóngurinn

Sendi þessi seiðandi skilaboð á 15 konur á sama tíma – Allt komst upp og fékk hann nafnið SMS-kóngurinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ratcliffe boðar komu sína á leik United um helgina

Ratcliffe boðar komu sína á leik United um helgina