Stephen Bradley þjálfari Shamrock Rovers í Írlandi hefur beðið þjóð sína að styðja við Heimi Hallgrímsson í starfi landsliðsþjálfara frekar en að gagnrýna hann.
Tap gegn Grikkjum á heimavelli í Þjóðadeildinni á þriðjudag hefur ekki farið neitt sérstaklega í stóran hluta þjóðarinnar.
Heimir var að stýra sínum fyrstu tveimur leikjum og töpuðust báðir, gegn Englandi og Grikklandi. Írska þjóðin lítur stórt á sig og telur að liðið eigi að vinna flesta leiki en það hefur ekki verið sagan síðustu ár.
„Þetta var jafn leikur en Grikki gengur á lagið,“ segir Bradley sem biðlar til fólks að gefa Heimi tíma.
„Horfandi á þetta utan frá þá bara getum við ekki verið þjóð sem gefur ekki þjálfara tíma til þess að búa til sinn hóp.“
„Heimir var valinn í starfið og við verðum að styðja hann. Ég átta mig ekki á því af hverju var baulað eftir leik og hverjum það var beint að.“