Thiago Silva sneri aftur á æfingasvæði Chelsea í vikunni en hann er fyrrum leikmaður félagsins.
Silva er afskaplega vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en hann er í dag leikmaður Fluminese í Brasilíu.
Silva fékk frábærar móttökur frá starfsfólki Cobham, æfingasvæði Chelsea, og er í miklum metum á meðal flestra.
Brassinn er 39 ára gamall í dag og verður fertugur þann 22. september en hann lék með Chelsea í fjögur ár.
Silva ákvað að heimsækja Chelsea á meðan landsleikjahléð stóð yfir og hitti þar fyrrum liðsfélaga og starfsfólk.
Myndir af þessu má sjá hér.
Thiago Silva just posted he is back at Cobham for a visit during the international break.
Ended with “See you soon 💙”
Could he be lining up a coaching gig for the future?! Dare I dream? 🥹 pic.twitter.com/U973OxCwFg
— The Elastico🇧🇷CFCscout (@the_elastico) September 10, 2024