Erling Braut Haaland framherji Manchester City er í sárum en einn hans nánasti vinur og starfsmaður hans, Ivar Eggja er látinn.
Ivar glímdi við veikindi í skamma stund sem voru hans banamein. Ivar var nánasti starfsmaður Haaland fjölskyldunnar og sá um allt fyrir kappann.
Ivar flutti með Erling til Þýskalands þegar hann gekk í raðir Dortmund og sá um allt sem þurfti, sama gerðist þegar Erling fór til Manchester City.
Ivar var fæddur árið 1965 en hann var náinn vinur Alf-Inge Haaland sem er faðir Erling. Ólust þeir upp á sama stað í Noregi.
„Þvílík goðsögn Ivar, orð geta aldrei komið því til skila hvaða þýðingu þú hafðir fyrir mig,“ skrifar Haaland í hjartnæmri færslu á Instagram.
„Takk fyrir allt, við munum hittast aftur. Hvíldu í friði Ivar,“ skrifar norski framherjinn.
Árið 2022 lést Mino Raiola sem var umboðsmaður Haaland og framherjinn hefur því þurft að takast á við áföll hjá sínu nánasta fólki,
View this post on Instagram