Kieran Trippier bakvörður Newcastle fær ekki að fara frá félaginu eins og hann hafði áhuga á. Lið frá Tyrklandi hafa gefist upp.
Istanbul Basaksehir, Fenebahce, Besiktas og Eyupsor hafa öll gert tilboð í Trippier en þeim var hafnað.
Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur aðeins spilað hálftíma í upphafi tímabils.
Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á föstudag og hafa félög í Tyrklandi viljað reyna að krækja í hann.
Trippier hefur verið lykilmaður hjá Newcastle síðustu ár og vildi Eddie Howe ekki missa hann.