Heimir Hallgrímsson byrjar ekki of vel sem landsliðsþjálfari Írlands en hann þjálfaði sinn annan leik í kvöld.
Írland fékk heimaleik að þessu sinni eftir að hafa tapað 2-0 gegn Englandi um helgina á Wembley.
Írland var ekki of sannfærandi í þessum leik og tapaði 2-0 heima gegn Grikklandi en leikið var í Dublin.
Írland hefur enn ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum en næsti leikur liðsins er gegn Finnlandi á útivelli.
England vann Finnland í sama riðli 2-0 þar sem Harry Kane skoraði tvennu í sínum 100. landsleik.