Samkvæmt Fabrizio Romando eru meiri líkur en minni á því að Liverpool muni aftur í janúar reyna að fá Martin Zubimendi frá Real Sociedad.
Zubimendi var efstur á óskalista Liverpool í sumar og þegar allt virtist klárt ákvað spænski landsliðsmaðurinn að hafna tilboði Liverpool.
Þetta kom mörgum á óvart. „Ég held að þessar dyr séu ekki lokaðar,“ segir Romano um málið.
„Liverpool vill fá inn djúpan miðjumann, þeir vilja skipt út Endo fyrir mann sem þeir telja bæta liðið. Liverpool er ekki með marga á blaði en Zubimendi er einn af þeim sem félagið vill.“
„Það eru ágætis líkur á því að í janúar verði allt sett af stað aftur. Ég myndi fylgjast náið með því.“
Zubimendi var hluti af hópi Spánar sem varð Evrópumeistari í sumar og er hann efstur á óskalista Arne Slot.