Enska götublaðið Daily Star fjallar í ítarlegu máli um líf Lothar Herbert Matthäus sem var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður í heimi.
Matthäus átti magnaðan feril með þýska landsliðinu og félagsliðum en í einkalífinu var Matthäus fremur óheppin.
Matthäus hefur fimm sinnum gift sig á lífsleiðinni og öll hjónaböndin hafa endað á skilnaði. Hann hefur ekki enn fundið sjöttu konuna til að giftast.
Ein af þeim var Liliana Chudinova sem talsvert yngri en Matthäus en það slitnaði upp úr sambandinu árið 2010 eftir að Liliana hélt framhjá honum.
Framhjáhaldið rataði á forsíður blaða í Þýskalandi og fór svo að Matthäus reif af sér giftingarhringinn í beinni útsendingu.
Framhjáhald konunnar varð líka til þess að Matthäus missti af starfi. „Ég missti því miður af starfinu hjá Kamerún því eiginkona forseta sambandsins heyrði söguna mína,“ sagði Matthäus.
Þegar Matthäus var spurður að því hvað klikkaði í hjónaböndum hans og hvað hann vildi fá út úr þeim. „Ég er mjög venjuleg manneskja, ég elska að kúra,“ sagði Matthäus.
„Ég vil náin tengsl, ég vil kveikja á kertum, elda mat og horfa á góða mynd.“