Það hafa fáir lent í því sama og markvörðurinn Lukas Hradecky lenti í á sínum tíma eða fyrir um fimm árum síðan.
Hradecky er landsliðsmarkvörður Finnlands en hann á ættir að rekja til Slóvakíu og var í heimsókn þar árið 2019.
Hradecky var þá nýbúinn að skrifa undir hjá Leverkusen hann hann hefur verið þar frá árinu 2018 eftir komu frá Eintracht Frankfurt.
Þessi ágæti markvörður lenti í því óheppilega atviki að rekast á björn er hann var á morgunæfingu en hann var um tíma óviss hvaða dýr væri að horfa til hans.
,,Ég sá eitthvað hreyfast í fjarska. Ég stóð ekki kyrr til að athuga hvort þetta væri björn eða hundur,“ sagði Hradecky.
,,Ég myndi ekki þykjast vera dauður ef björn væri að elta mig. Ég treysti á fæturnar og sem betur fer þá endaði þetta vel – þetta var björn.“
,,Læknateymi Leverkusen getur staðfest þetta, púlsinn hefur aldrei verið hærri en á þessu augnabliki.“