Pep Guardiola mun í janúar fá 100 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn. Þessu halda ensk götublöð fram.
Manchester City seldi leikmenn fyrir meira en 100 milljónir punda í sumar en keyptu aðeins Savinho á 25 milljónir punda.
Félagið er því með fjármuni til að eyða í janúar og ætlar enska félagið að styrkja við stjórann.
Florian Wirtz og Jamal Musiala eru nefndir til sögunnar en það er ólíklegt að þeir séu til sölu í janúar.
City er með þunnskipaðan hóp fram á við en Erling Haaland er nánast eini framherjinn í hópnum.