Sumum finnst að það sé ofnotað að tala um íþróttafólk í heimsklassa, sumt á hreinlega ekki við þegar rætt er um fólk.
Sir Alex Ferguson sem stýrði Manchester United í 26 ár setti þetta eitt sinn í ágætis samhengi.
„Ef þú lest blöð eða horfir á sjónvarpið þá virðumst við ofnota þetta orð að einhver sé í heimsklassa,“ sagði Ferguson.
Ferguson vann 13 sinnum ensku úrvalsdeildina og gerði ótrúlega hluti með Manchester United en hann hætti árið 2013.
„Ég er ekki að gagnrýna eða gera lítið úr þeim leikmönnum sem spiluðu hjá mér en aðeins fjórir af þeim voru í heimsklassa,“ sagði Ferguson og taldi þá svo upp.
„Eric Cantona, Ryan Giggs, Cristiano Ronaldo og Paul Scholes,“ sagði Ferguson.
„Sá fjórði var Cristiano og var eins og stjarnan ofan á jólatréð.“