Kevin de Bruyne hefur hótað því að hætta í landsliði Belgíu eftir tap gegn Frakklandi í gær, hann segir leikmenn liðsins hreinlega ekki leggja sig fram.
De Bruyne er 33 ára gamall og er einn besti miðjumaður í heimi en meðalmennskan í Belgíu fer ekki vel í hann.
„Þetta verður að vera betra á alla vegu, ef þú getur ekki höndlað þetta getustig þá ertu ekki nógu góður,“ sagði De Bruyne reiður eftir leik.
„Þú verður að gefa allt á vellinum, sumir leikmenn okkar gera það ekki.“
„Ég get tekið því ef erum ekki nógu góðir og hef gert það. Hinu get ég ekki tekið, ég tek ekki þátt í slíku.“
„Ég er 33 ára gamall og tek ekki þátt í svona.“
Domenico Tedesco þjálfari Belgíu var spurður út í þetta eftir leik. „Er ég hræddur um að hann sé að hætta? Ég ræði það ekki núna, rykið þarf að setjast fyrst,“ sagði þjálfarinn.