Jean-Clair Todibo varnarmaður Nice var á leið til Juventus allt þangað til í gær þegar West Ham mætti með seðlana til Frakklands og kláraði dæmið.
Todibo fékk rausnarlegt tilboð frá West Ham í gær og er á leið til London þessa stundina.
Forráðamenn West Ham flugu til Nice í gær, gengu frá samkomulagi við Nice og sannfærðu Jean-Clair Todibo.
Todibo var á leið til Manchester Untied fyrr í sumar en Sir Jim Ratcliffe á bæði félög og bannaði UEFA það.
Todibo var því á leið til Juventus og voru félögin langt komin með samkomulag en West Ham mætti og stal honum.
⚒️🇫🇷 Jean-Clair Todibo accepted West Ham proposal during the night and he will now land in London before lunch time.
Tim Steidten offered easy obligation to buy clause (€40m almost guaranteed) and sell-on clause (key for Nice) to beat Juventus proposal.
Crazy saga, over 🛫 pic.twitter.com/bdX06JOR82
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 9, 2024