Víkingur reynir að finna sér framherja og samkvæmt Dr. Football er samtalið við Hólmbert Aron Friðjónsson og Jón Daða Böðvarsson virkt.
Báðir þessir íslensku framherjar eru án félags eftir að samningar þeirra við félög erlendis runnu út.
Jón Daði lék síðast með Bolton í Englandi en er án félags, hann hefur æft með KR og Selfossi hér á landi en Víkingur hefur áhuga.
Hólmbert Aron hjálpaði Holstein Kiel að komast upp í þýska úrvalsdeildina en fór svo frá félaginu.
Víkingur er í meiðslum í fremstu víglínu og vilja samkvæmt hlaðvarpinu vinsæla bæta við framherja.