John Terry, goðsögn Chelsea, mun halda starfi sínu í akademíu félagsins en þetta fullyrðir Telegraph.
Chelsea hefur losað sig við þónokkra starfsmenn í akademíunni í sumar en virðist ætla að setja traust sitt á Terry sem er einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Neil Bath er sá maður sem fékk Terry aftur til enska félagsins á síðasta ári en hann var látinn fara sem og Jim Fraser sem vann einnig með fyrrum varnarmanninum.
Chelsea virðist þó ætla að halda Terry og ætlar að framlengja samning hans á næstu dögum að sögn Telegraph.
Terry er afskaplega vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en hann lék með liðinu frá 14 ára aldri.