Tottenham hefur samkvæmt frétt Daily Mail fengið 65 milljóna punda tilboð sitt í Dominic Solanke framherji Bournemouth samþykkt. Slík klásúla var í samningi hans.
The Athletic segir að Solanke sé sjálfur búinn að semja um kaup og kjör.
Solanke er 26 ára gamall en hann er með samning næstu fimm árin við Bournemouth og var klásúla í samningi hans.
Solanke hefur verið efstur á lista Tottenham í sumar en hann var hjá Liverpool frá 2017 til 2019.
Solanke skoraði 19 mörk á síðustu leiktíð og hjálpaði Bournemouth að enda í tólfta sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð.