Liverpool hefur gríðarlegan áhuga á Anthony Gordon kantmanni Newcastle. Liverpool Echo segir frá þessu í dag.
Liverpool hafði áhuga á að kaupa þennan 23 ára gamla kantmann í júní en síðan hefur hægst á málinu.
Staðarblaðið í Liverpool segir að málið sé enn í vinnslu og Liverpool skoði málið.
Gordon kom til Newcastle fyrir átján mánuðum frá Everton og hefur síðan þá vakið athygli fyrir vaska framgöngu.
Gordon hefði áhuga á að fara aftur heim í Bítlaborgina og spila fyrir rauða liðið.