Denzel Dumfries, leikmaður Inter Milan, hefur hafnað því að ræða við félagið um nýjan samning.
Frá þessu greinir Athletic en Dumfries er með eitt markmið í huga og er það að semja á Englandi.
Dumfries hefur mikinn áhuga á að spila fyrir Manchester United en enska félagið hefur sýnt honum mikinn áhuga.
Um er að ræða hægri bakvörð eða vængbakvörð sem er hluti af hollenska landsliðinu og hefur spilað nokkuð vel á Ítalíu.
Aaron Wan-Bissaka er líklega á förum frá United í sumar og gæti Dumfries leyst hann af hólmi í vörninni.