Crystal Palace hefur hafnað 50 milljóna punda tilboði í Marc Guehi frá Newcastle. Sky Sports segir frá þessu.
Guehi er efstur á óskalista Newcastle en Palace fer fram á 65 milljónir punda.
Guehi á tvö ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace en vill fara til Newcastle.
Viðræðurnar halda þó áfram og stefna félögin á því að ná samkomulagi á næstunni.
Guehi var lykilmaður í liði enska landsliðsins á Evrópumótinu og byrjaði alla nema einn leik þar sem hann var í leikbanni.