Gervigreindaforritið ChatGp var beðið um að velja besta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og er mörgum brugðið.
Þannig kemst enginn úr liði Manchester City í liðið en liðið hefur verið eitt það besta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Ekkert pláss er fyrir Kevin de Bruyne, David Silva eða Kyle Walker svo dæmi séu tekin.
Paul Scholes kemst ekki í liðið og er einn netverji ósáttur með það. „Hversu ölvuð er þessi gervigreind?,“ skrifar hann.
Liðið er þó ógnarsterkt en Wayne Rooney er einn þeirra sem kemst ekki í liðið sem má sjá hér að neðan.