Chelsea fær leikmann í skiptum fyrir miðjumanninn Conor Gallagher en frá þessu greina spænskir miðlar.
Gallagher er að skrifa undir hjá Atletico Madrid og fá þeir ensku sóknarmann á móti sem ber nafnið Samu Omorodion.
Omorodion er ekki nafn sem margir kannast við en hann er 20 ára gamall og lék með Alaves á síðustu leiktíð.
Spánverjinn er 193 sentímetrar á hæð og gekk í raðir Atletico í fyrra frá Granada en spilaði aldrei leik.
Chelsea sér eitthvað í þessum ágæta leikmanni en hann skoraði átta mörk í 35 leikjum fyrir Alaves í efstu deild síðasta vetur.