Það fóru fram þrír leikir í Bestu deild kvenna í kvöld en boðið var upp á óvænt úrslit í Garðabæ.
Valour heimsótti Stjörnuna en þessum leik lauk með 1-1 jafntefli eftir að Valskonur höfðu komist yfir.
Valur var að gera sitt fyrsta jafntefli í sumar og er fjórum stigum á undan Breiðabliki á toppnum en þær grænklæddu eiga leik til góða.
Þróttur Reykjavík er komið í sjötta sætið eftir sigur á Tindastól og FH lagði þá Fylki 3-1 heima.
Stjarnan 1 – 1 Valur
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Tindastóll 1 – 2 Þróttur R.
1-0 Jordyn Rhodes(víti)
1-1 Sóley María Steinarsdóttir
1-2 María Eva Eyjólfsdóttir
FH 3 – 1 Fylkir
1-0 Breukelen Woodard
2-0 Breukelen Woodard(víti)
3-0 Valgerður Ósk Valsdóttir
3-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir