Bayern Munchen hefur ákveðið að draga sig úr kapphlaupinu um varnarmanninn öfluga Jonathan Tah.
Frá þessu greinir Kicker í Þýskalandi en Tah hefur verið orðaður við Bayern í allt sumar – hann er leikmaður Leverkusen.
Tah neitaði sjálfur að framlengja samning sinn við Leverkusen til að komast annað og náði samkomulagi við Bayern.
Leverkusen vildi fá tilboð frá Bayern fyrir helgi sem varð til þess að það síðarnefnda hætti við og mun leita annað í sumarglugganum.
Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur leikið með Leverkusen frá 2015 en hann hafði náð samningum við Bayern. Leverkusen samþykkti þó ekki kauptilboð Bayern og heimtaði hærri upphæð sem kostaði skiptin að lokum.