Uppfært:
Stórleikur Manchester United og Manchester City verður sýndur á Viaplay/Vodafone Sport á morgun, samningur um það náðist fyrir um hálftíma síðan. Um er að ræða leik um Samfélagsskjöldinn þar sem Englandsmeistarar City og bikarmeistarar United mætast.
433.is sagði frá því í morgun að leikurinn á morgun yrði hvergi sýndur og var það staðan þangað til rétt eftir 09:00 í morgun. Nú er hins vegar ljóst að hann verður í sjónvarpi landsmanna.
Hjörvar Hafliðason vakti fyrst athygli á þessu í hlaðvarpi sínu Dr. Football í morgun en taldi þetta ekki geta staðist. Allt stefndi í að leikurinn yrði ekki sýndur hér á landi en nú hefur tekist að græja það.
Hins vegar er enginn sjónvarpsstöð á Íslandi með réttin af enska bikarnum en Stöð2 Sport hafði haft þau réttindi einnig en enginn samningur hefur verið endurnýjaður.
Það eru því eins og staðan er í dag yfirgnæfandi líkur á því að íslenskir áhugamenn um enska boltann geti ekki séð enska bikarinn í vetur með löglegum hætti.
Enski bikarinn hefur verið sýndur um mjög langt skeið á Íslandi og ef fram heldur sem horfir verða margir svekktir með þá staðreynd að líklega verður hann ekki sýndur í vetur.
Enska úrvalsdeildin hefst eftir rúma viku og er Síminn Sport með réttin af deildinni í vetur en næsta sumar verða breytingar þegar Stöð2 Sport tekur við réttindum af deildinni.