Lionel Messi birti sjaldgæfa mynd af sjálfum sér á samskiptamiðla í gær en þar sást hann á heimili sínu í Bandaríkjunum.
Messi er ekki mikið fyrir það að birta myndir af sínu einkalífi en hefur þó birt myndir af sér, eiginkonu og börnum á Instagram.
Að þessu sinni birti Messi mynd af sér og hundinum Abu sem fáir hafa fengið að sjá en hann er í eigu fjölskyldunnar.
Abu er púðluhundur og er afskaplega vinalegur að sögn Messi sem sat í sófanum heima hjá sér er myndin var tekin.
Messi er leikmaður Inter Miami í Bandaríkjunum í dag en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og Paris Saint-Germain.
Myndina má sjá hér.