William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal, er handviss um hvað félagið þurfi að gera í sumar til að keppa við Manchester City.
City vann Englandsmeistaratitilinn í vetur og hafði betur gegn Arsenal sem var í kjörstöðu um tíma en þurfti að sætta sig við annað sætið að lokum.
Gallas telur að það vanti alvöru framherja í lið Arsenal, leikmann sem getur skorað 20 mörk eða meira í deild á einu tímabili.
,,Ég held mig við þá spá að Arsenal vinni deildina en þeir þurfa heimsklassa framherja sem skorar 20 mörk í deildinni,“ sagði Gallas.
,,Eina vandamálið er að þeir hafa ekki samið við þennan framherja í dag. Þeir voru svo nálægt því að vinna deildina í fyrra.“
,,Þeir komust svo langt án þess að vera með sóknarmann sem skorar 20 mörk. Manchester City vann deildina því þeir eru með Erling Haaland. Þú þarft svona leikmann.“