Víkingur R. 1 – 1 Flora Tallin
0-1 Mark Anders Lepik(’21, víti)
1-1 Valdimar Þór Ingimundarson(’40)
Víkingar verða að teljast óheppnir að hafa ekki unnið lið Flora Tallin frá Eistlandi í Sambandsdeildinni í kvöld.
Fyrri leikur liðanna hófst 18:15 á Víkingsvelli en honum lauk því miður með 1-1 jafntefli.
Mark ANders Lepik kom gestunum yfir á 21. mínútu en þeir fengu vítaspyrnu og nýttu tækifærið vel.
Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði fyrir Íslandsmeistarana áður en flautað var til hálfleiks og staðan 1-1.
Víkingar fengu svo sannarlega tækifæri til að komast yfir en inn vildi boltinn ekki og jafntefli niðurstaðan.